Vitundarvakning

Viðburðir og fréttir

Við finnum fyrir miklum meðbyr og þátttöku í samfélaginu, hér eru viðburðir og fréttir af forvarnarstafi okkar

Þú ert ekki ein/nn/tt

Stuðningshópar

Stuðningur fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.

Segðu það upphátt

Þjónusta og meðferð

Við bjóðum upp á gagnreynda meðferð sem er mótuð af samkennd og virðingu fyrir hverjum þeim sem til okkar leitar.

Í neyðartilvikum skal
ávallt hringja í 112
Píetasíminn
552 2218 er opinn
allan sólarhringinn
Við bendum einnig á
Hjálparsíma Rauða
Krossins 1717

Hvernig getum við hjálpað?

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Einnig erum við með Píeta skjól á Reyðarfirði, Akureyri og Ísafirði, þar sem fagaðilar okkar taka viðtöl.

Ertu með sjálfsvígshugsanir? Upplifir þú einmanaleika eða ótta? Áttu erfitt með að segja frá líðan þinni og hugsunum? Fyrsta skrefið er að hringja í okkur hjá Píeta í síma 552 2218

Lesa meira

Hvernig hjálpa ég þeim sem er eru í sjálfsvígshættu og eða með sjálfsvígshugsanir?

Þér getur orðið mjög brugðið ef einhver trúir þér fyrir sjálfsvígshugsunum. Þú gætir upplifað óöryggi og ekki vitað hvað eigi að gera eða hvert eigi að leita.  Hjálp stendur til boða!

  • Þú færð ókeypis ráðgjöf og stuðning hjá okkur
  • Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn s: 552 2218
  • Pantaðu tíma í ráðgjöf : 552 2218
  • Sendu okkur línu á pieta@pieta.is
  • Ef þú þarft tafarlausa hjálp hringdu í 112.

Lesa meira

Það getur verið erfitt og valdið miklu óöryggi að vera aðstandandi einstaklings sem er með sjálfsvígshugsanir.  Við erum hérna líka fyrir þig og veitum ráðgjöf og stuðning við aðstandendur. Skoðaðu einnig upplýsingar okkar um aðstandendahópa.

Hafðu samband við Píeta – leyfðu okkur að hjálpa.  Við erum hér fyrir þig.

Get ég hringt í Píeta án þess að fá samþykki viðkomandi?

Já, þú getur hringt í þjónustusíma Píeta allan sólarhringinn til að fá stuðning og ráðgjöf og bókað viðtal.  En til þess að bóka tíma fyrir annan en þig þarf leyfi viðkomandi.

Ræddu við meðferðaraðilann um hvernig best sé að styðja og hjálpa persónunni í þessum aðstæðum.

Þarf ég tilvísun frá lækni?

Nei, þú þarft ekki tilvísun til að fá tíma hjá Píeta.

Þú getur fengið ókeypis ráðgjöf fyrir þá sem hafa misst einhvern úr sjálfsvígi. Píeta veitir ókeypis ráðgjöf til einstaklinga sem hafa misst einhvern úr sjálfsvígi.  Meðferðarnálgun okkar er sniðin að þörfum hvers og eins.  Við leggjum áherslu á hlýtt, kærleiksríkt og öruggt umhverfi. Boðið er upp á sorgarmeðferð og sorgarhópa. Við bjóðum einnig stuðning og ráðgjöf fyrir starfsfólk og nemendur skóla og fyrirtækja/stofnana. Hægt að hafa samband við Sorgarmiðstöðina sorgarmidstod.is

Fréttir &
viðburðir

Gulur september 2025
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur...
Píeta samtökin heimsækja framhaldsskóla!
Píeta samtökin eru að hefja ferðalag um landið þar sem Tómas Daði Bessason sálfræðingur hjá Píeta og Birna Rún Eiríksdóttir...
Sigurgeir syndir Ermasund fyrir Píeta
Sigurgeir Svanbergsson sjósundkappi er kominn til Englands til að synda Ermasundið og  vekja athygli á starfsemi Píeta samtakanna. Markmið Sigurgeirs...
Tryggjum Píeta öruggt skjól
Nú erum við að safna fyrir kaupum á nýju húsnæði fyrir starfsemi Píeta, sérstaklega í tilefni þess að samtökin verða...
Bergur tekur Skrefið fyrir vonina
Þann 7. júlí leggur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Bergur Vilhjálmsson upp í eitt mest krefjandi ferðalag lífs síns – ekki sér...
Reykjavíkurmaraþon 2025
Þú getur hlaupið til góðs fyrir Píeta samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst 2025 með því að smella hér. Einnig getur...
Aðalfundur Píeta samtakanna 2025
Aðalfundur Píeta samtakanna verður haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10, mánudaginn 19. maí 2025 kl. 17:00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt samþykktum...
Hlaupið við Vífilsstaðavatn
Þann 22.mars 2025 verður fimmta Píeta hlaupið haldið, það var fyrst haldið árið 2021. Að þessu sinni verður hlaupið við...
Píeta skjól á Reyðarfirði
Píeta samtökin opna Píeta skjól á Reyðarfirði  fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:00   Píeta samtökin og Fjarðarbyggð bjóða til viðburðar núna...
Símasöfnun Píeta
Við erum lögð af stað í söfnunarátak og vonumst til að þú takir vel í símtal frá okkur. Með ósk...

Vilt þú styrkja
starf Píeta?

Vissir þú að Píeta samtökin eru að stærstum hluta rekin af framlögum frá fólki eins og þér?

Við erum endalaust þakklát fyrir stuðninginn.